Dómaranámskeið

ksi-merki
ksi-merki

Námskeið fyrir knattspyrnudómara verður haldið í höfuðstöðvum KSÍ, þriðjudaginn 3. febrúar kl. 18:00. Kristinn Jakobsson, reyndasti FIFA dómari Íslands, mun kenna á námskeiðinu.

Aðaláherslan verður lögð á undirbúning fyrir leik og leikstjórn. Auk þess geta þátttakendur spurt Kristin spjörunum úr um hin ýmsu efni sem tengjast dómgæslunni.

Áætlað er að námskeiðið standi yfir í tvær klukkustundir. Námskeiðið er ætlað öllum starfandi dómurum sem áhuga hafa á því að bæta sig í starfi og er aðgangur ókeypis.

Skráning er hafin á netfangið magnus@ksi.is.

Sjá nánar á vef KSÍ.