Efla styrkir Fimleikadeild Selfoss

Fimleikar Efla samfélagsstyrkur
Fimleikar Efla samfélagsstyrkur

Verkfræðistofan Efla hefur úthlutað styrkjum úr Samfélagssjóði Eflu og hlaut Fimleikadeild Ungmennafélags Selfoss einn af þeim tíu styrkjum sem úthlutað var nú í haust. Efla leggur í störfum sínum áherslu á þrjú gildi, þau eru hugrekki, samvinna og traust og má með sanni segja að iðkun hópfimleika nái til allra þessara gilda.

Fimleikadeild Umf Selfoss hefur sýnt frábæran árangur á liðnum árum og meistaraflokkur deildarinnar varð í vor Íslandsmeistarar, Deildarmeistarar og Bikarmeistarar í hópi blandaðra liða.

Það er deildinni mikilvægt að eiga sterka bakhjarla og njóta stuðnings og skilnings í samfélaginu og eru Eflu færðar góðar þakkir fyrir stuðninginn.

Á myndinni eru Páll Bjarnason hjá Eflu á Suðurlandi, Eva Grímsdóttir, fyrirliði blandaðs liðs meistaraflokks Selfoss og Þóra Þórarinsdóttir, formaður Fimleikadeildar Selfoss.