Egill Blöndal barðist um titilinn á NM 2014

Egill NM silfur
Egill NM silfur

Norðurlandamótið í júdó 2014 fór fram í Finnlandi helgina 24. til 25. maí og fór stór hópur keppenda frá Íslandi á mótið.  Sendir voru 23 íslenskir keppendur í flokkum undir 18 ára, undir 21 ára, kvennaflokkum og fullorðinsflokki.

Frá Selfossi fóru fjórir keppendur, Þór Davíðsson, Egill Blöndal ríkjandi Norðurlandameistari í undir 18 ára, Grímur Ívarsson og Úlfur Böðvarsson. 

Egill Blöndal sem varð Norðurlandameistari 2013 í flokki undir 18 ára keppti nú í nýjum flokki eða undir 21 árs og var því á fyrsta ári í sínum flokki. Egill stóð sig að vanda frábærlega og barðist til úrslita í -90 kg flokki en varð að sætta sig við annað sæti á minnsta mögulega mun.

Nokkuð bar á því að dómarar dæmdu með nokkuð öðrum hætti en okkar menn eru vanir og töpuðust glímur þess vegna.

Þór Davíðsson var öflugur að vanda og náði góðum árangri 3. sæti í -100 kg flokki í fullorðinna (seniora) á mótinu.

Í yngsta aldurflokknum áttum við tvo fulltrúa þ.e. Grímur Ívarsson, sem er 16 ára og keppti í -81 kg flokki, og Úlfur Böðvarsson, sem er 15 ára og keppti í -90 kg flokki. Þeir voru að fara í fyrsta sinn á Norðurlandamót og stóðu sig vel.

Júdómenn á Selfossi geta verið ánægðir með að hafa tekið tvö af fjórum verðlaunum Íslendinga á Norðurlandamótinu 2014.

Öll úrslit mótsins og myndbönd af flestum glímum mótsins má finna á heimasíðu Norðurlandamótsins 2014.

Myndirnar hér fyrir neðan eru af fésbókarsíðu keppninnar.

Þór NM Brons Egill NM silfur