Fimmta umferð Íslandsmótsins í motocross

Fimmta umferð Íslandsmótsins í motocross fór fram á Bolaöldu hjá UMFS laugardaginn 16. ágúst. Rúmlega 50 keppendur voru skráðir til leiks. Var þetta í annað skipti sem UMFS heldur mót í Bolaöldum. Rigning undanfarinna gerði keppendum erfitt fyrir og voru aðstæður mjög krefjandi. Keppendur á vegum UMFS stóðu sig með prýði. Alexander Adam Kuc sigraði flokkinn MX1 mjög örugglega í þessum krefjandi aðstæðum, Eric Máni Guðmundsson varð í öðru sæti í flokknum MX2 og Sindri Steinn Axelsson varð í þriðja sæti í flokknum MX2. 

Hér má sjá úrslit dagsins.

MX1 flokkur:

Alexander Adam Kuc
Ingvar Sverrir Einarsson
Viktor Guðbergsson

 

 

MX2 Flokkur:

Alex Þór Einarsson
Eric Máni Guðmundsson
Sindri Steinn Axelsson

 

Kvennaflokkur (opin flokkur):
Ásta Petrea Hannesdóttir
Eva Karen Jóhannsdóttir
Kristín Ágústa Axelsdóttir

Unglingaflokkur (aldur 14-18 ára, 144-125cc tvígengis):

Arnór Elí Vignisson
Andri Berg Jóhannsson
Máni Bergmundsson

MX2 - Unglinga (aldur 14-18 ára, 250cc fjórgengis):
Tristan Berg Arason
Árni Helgason
Stefán Ingvi Reynisson

85 cc flokkur (aldur 12-14 ára):
Olivier Cegielko
Halldór Sverrir Einarsson
Björgvin Már Sigurðsson

65 cc flokkur (aldur 10-12 ára):
Máni Mjölnir Guðbjartsson
Viktor Ares Eiríksson
Gabríel Leví Ármannsson

Síðasta umferð Íslandsmótsin fer svo fram í Motomos þann 30. ágúst næstkomandi.

Myndir: Sverrir Jónsson - Skoða myndir