Fólk getur slegið heimsmet heima hjá sér

on_line_heimsmet
on_line_heimsmet

Miðvikudaginn 22. apríl klukkan 12:30 geta börn á Íslandi tekið þátt í því að slá heimsmet með börnum um allan heim. Viðburðurinn er haldinn af systursamtökum UMFÍ í Póllandi sem heita V4sport og í samstarfi við ISCA (International Sport and Culture Association) sem UMFÍ er aðili að.

Íslendingum stendur til boða að taka þátt í rafrænum íþróttatíma með milljónum barna um allan heim – allur heimurinn tekur þátt í 30 mínútna æfingu sem er leidd áfram af frábærum íþróttakennara.

Við hættum ekki að hreyfa okkur þó við séum heima – við finnum bara leiðir og nú er möguleiki að taka þátt í því að slá heimsmet.

Þátttakendur geta tekið þátt hvar sem þeir eru staddir í heiminum:

???? New York City 8:30 

???? London 13:30 pm

???? Ísland 12:30 pm.

???? Wrocław 14:30 pm

???? Tokyo 21:30 pm

Þú getur skoðað viðburðinn betur á Fésbókinni