Frábær sigur Selfyssinga

Knattspyrna - Barbára Sól Gísladóttir GKS
Knattspyrna - Barbára Sól Gísladóttir GKS

Selfyssingar sóttu Breiðablik heim í Pepsi Max deildinni í gær. Fyrir leikinn var lið Breiðabliks taplaust og hafði ekki fengið eitt einasta mark á sig. Það átti hins vegar eftir að breytast.

Breiðablik komst yfir og leiddi 1-0 í hálfleik. Dagný Brynjarsdóttir jafnaði leikinn á 52. mínútu og var það fyrsta markið sem Breiðablik fær á sig í sumar. Barbára Sól Gísladóttir skoraði sigurmark Selfyssinga þegar þrjár mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Selfoss er í 5. sæti deildarinnar með 13 stig og tekur á móti FH í næstu umferð laugardaginn 29. ágúst kl. 14:00.

---

Barbára Sól skoraði sigurmark Selfyssinga.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/GKS