Fram sigruðu Stjörnuna í leik um 5. sætið

DSC05008
DSC05008

Fram sigraði Stjörnuna með fjórum mörkum, 23-27, í leik um 5. sætið á Ragnarsmóti karla. Leikurinn var jafn framan af og liðin skiptust á að hafa forystu. Undir lok leiks sigldu þó Framarar fram úr og voru með þriggja marka forystu í hálfleik, 9-12. Framarar héldu uppteknum hætti í seinni hálfleik og héldu Stjörnunni í þægilegri fjarlægð frá sér allan seinni hálfleik. Lokatölur 23-27.

 

Mörk Stjörnunnar: Hafþór Vignisson 8, Starri Friðriksson 5, Goði Ingvar Sveinsson 3, Hjálmtýr Alfreðsson 2, Sverrir Eyjólfsson 2, Tandri Már Konráðsson 2, Brynjar Hólm 1.

 

Varin skot: Adam Thostensen 4 (25%) og Brynjar Darri 3 (17%)

Mörk Fram: Matthías Daðason 6, Andri Már Rúnarsson 5, Rógvi Dal Christiansen 4, Þorvarður Tryggvason 2, Arnar Snær Magnússon 2, Sigurður Þorsteinsson 2, Vilhelm Poulsen 2, Kristinn Bjarkason 1, Breki Dagsson 1, Andri Dagur Ófeigsson 1, Aron Gauti Óskarsson 1.

Varin skot: Lárus Helgi Ólafsson 14 (42%).


Mynd: Sebastian Alexandersson stýrði liði sínu gegn Stjörnunni í dag.
Umf. Selfoss / ÞRÁ