Glæsilegt héraðsþing HSK

IMG_5326
IMG_5326

Umf. Selfoss átti 15 fulltrúa á 92. héraðsþingi Hérðassambandsins Skarphéðins sem fram fór á Borg í Grímsnesi í dag.

Á þinginu sæmdi Guðríður Aadnegard, formaður HSK, Þóri Haraldsson, formann framkvæmdanefndar landsmóta á Selfossi, gullmerki HSK fyrir gott starf í þágu sambandsins.

Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, sæmdi Jóhannes Óla Kjartansson, handknattleiksdeild Umf. Selfoss og Bjarnheiði Ástgeirsdóttur, taekwondodeild Umf. Selfoss starfsmerki UMFÍ fyrir vel unnin störf í þágu félagsins. 

Umf. Selfoss óskar þessum frábæru félögum okkar til hamingju með viðurkenningar sínar sem þau er fullsæmd af.

Þá bar Umf. Selfoss sigur úr býtum í stigakeppni HSK sjötta árið í röð og tók Gissur Jónsson, framkvæmdastjóri félagsins, við stigabikarnum

Jafnframt óskum við öllu því góða fólki og félögum sem fékk viðurkenningar á þinginu til hamingju. Sérstaklega óskum við Engilbert Olgeirssyni, framkvæmdastjóra HSK og nágranna okkar í Selinu á Selfossi,  en hann var sæmdur gullmerki Ungmennafélags Íslands.

Nánar má lesa um hérðsþingið á Sunnlenska.is.

---

Guðríður og Þórir t.v. ásamt Þorbjörgu Vilhjálmsdóttur, Íþróttafélaginu Suðra og Helga Kjartanssyni, Umf. Biskupstungna sem fengu silfurmerki HSK.
Hér fyrir neðan eru f.v. Jóhannes Óli, Bjarnheiður, Helga Guðrún, Guðmundur Jónasson, formaður Umf. Heklu og Engilbert.
Myndir: Umf. Selfoss/Gissur

IMG_5331