Góður sigur gegn FH

Knattspyrna - Tiffany McCarthy
Knattspyrna - Tiffany McCarthy

Selfoss vann góðan sigur á botnliði FH á heimavelli á laugardag. Eina mark leiksins skoraði Tiffany McCarty á 36. mínútu eftir aukaspyrnu frá vinstri og skalla frá Karítas Tómasdóttur.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Með sigrinum komust Selfyssingar upp í þriðja sæti deildarinnar með 16 stig. Þær taka á móti Val í Mjólkurbikarnum fimmtudaginn 3. september kl. 17:00 en næsti leikur í deildinni er á heimavelli gegn Stjörnunni á sunnudag kl. 16:00.

---

Tiffany McCarty tryggði Selfyssingum sigur með góðu marki.
Ljósmynd af fésbókarsíðu knattspyrnudeildar Selfoss