Handboltablað Selfoss komið út

handboltablað-2018-forsíða
handboltablað-2018-forsíða

Nú ættu allir á Selfossi, í það minnsta, að vera komin með Handboltablaðið í hendurnar. Það er veglegt að vanda og mikið af skemmtilegu efni í því, m.a. upprifjun á Evrópuævintýrinu í haust, umfjöllun um handboltaakademíuna o.fl. Einnig eru liðsmyndir af meistaraflokki karla og kvenna í miðjunni sem hægt er að taka úr blaðinu og hengja upp á vegg. 

Ef þið hafið ekki fengið blaðið endilega hafið samband á Facebook síðu Selfoss handbolta. Einnig er hægt að nálgast blaðið frítt í Hleðsluhöllinni eða í næstu verslun.

Hægt er að lesa blaðið á pdf útgáfu hér.