Handboltinn rúllar af stað í kvöld

Olísdeildin
Olísdeildin

Keppnistímabilið í handboltanum fór af stað í gær með þremur leikjum í Olísdeild karla. Í kvöld hefja strákarnir okkar leik í 1. deildinni gegn Fylki í Fylkishöllinni kl. 19:30. Stelpurnar hefja svo leik á morgun kl. 13:30 á heimavelli gegn KA/Þór.

Í vikunnu var greint frá því á heimasíðu Handknattleikssambandsins að gengið hefur verið frá samningi við nýjan styrktaraðila úrvalsdeildar karla og kvenna og munu deildirnar kallast Olís-deildin næstu þrjú árin.

Í spá forráðamanna liðanna í vetur er Selfoss spáð 10. sæti í Olísdeildinni. Strákunum okkar er hins vegar spáð 3. sæti í 1. deildinni og þar með sæti í umspili um sæti í Olís-deildinni næsta vetur en fyrir liggur að fjölgað verður í efstu deild næsta keppnistímabil.

Ennfremur má lesa spá Hafdísar Ebbu Guðjónsdóttur um Olísdeild kvenna á vefsíðunni Handbolti.org.