Hólmfríður júní 2021
							 
				Hólmfríður Arna Steinsdóttir hefur samið við handknattleiksdeild Selfoss til tveggja ára. Hólmfríður, sem er aðeins 17 ára, er leikstjórnandi og spilaði með Selfoss tímabilið 2019-20.  Hólmfríður er uppalin í Eyjum og spilaði með ÍBV á síðasta tímabili.  Þá hefur hún verið fastamaður í yngri landsliðum Íslands. Við bjóðum Hólmfríði hjartanlega velkomna til baka og verður spennandi að fylgjast með meistaraflokki kvenna á komandi tímabili, undir stjórn Svavars Vignissonar.
 
Mynd: Hólmfríður Arna
Umf. Selfoss / ÁÞG