Hrafnhildur Hanna með landsliðinu til Makedóníu

Hanna stjórnar leik Íslands U20
Hanna stjórnar leik Íslands U20

Selfyssingurinn Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir fór með A-landsliði kvenna til Makedóníu í morgun. Þar verður seinni leikur þjóðanna í for­keppni heims­meist­ara­móts­ins spilaður á laugardag. Ísland vann, í gær, fyrri leikinn hér heima og tryggðu sér þar með sæti í umspili fyrir HM sem fram fer í júní á næsta ári. Heimavöllur Makedóníu er víst einn sá erfiðasti heim að sækja.

Ágúst Þór Jó­hanns­son, landsliðsþjálf­ari gerði þrjár breyt­ing­ar á landsliðshópn­um fyr­ir ferðina frá leikn­um í gær­kvöldi í Laug­ar­dals­höll áður en haldið var að landi brott. Auk Hrafn­hild­ar Hönnu koma Mel­korka Mist Gunn­ars­dótt­ir markvörður úr Fylki og Bryn­dís Elín Hall­dórs­dótt­ir úr Val inn í hóp­inn í stað Guðrún­ar Óskar Marías­dótt­ur, FH, Hild­ar Þor­geirs­dótt­ur, Koblenz, og Stein­unn­ar Björns­dótt­ur úr Fram.

Nú setjast allir Sunnlendingar við skjáinn á laugardaginn og fylgjast með Hrafnhildi og félögum í beinni á RÚV.

Frá þessu var greint á vef mbl.is.

---

Hrafnhildur Hanna í leik með landsliði Íslands 20 ára og yngri.
Mynd: Eyjólfur Garðarsson