ÍBV sigraði Ragnarsmótið

vis_logo-300dpi(rautt)
vis_logo-300dpi(rautt)

ÍBV fór með sigur á Ragnarsmótinu sem lauk núna seinnipartinn. Höfðu þeir betur gegn ÍR í úrslitaleik 30-29 eftir æsispennandi lokamínútur.

Markahæstir hjá ÍBV voru Andri Heimir Friðriksson með 11 mörk og Róbert Aron Hostert með 6 mörk. Hjá ÍR voru það þeir Björgvin Hólmgeirsson með 7 mörk og Sigurður Magnússon með 5 mörk.

Í leiknum um þriðja sætið hafði HK betur gegn Aftureldingu nokkuð sannfærandi 29-23. Markahæstur hjá HK var Jóhann Reynir Gunnlaugsson með 10 mörk en hjá Aftureldingu var það Hrannar Guðmundsson með 4 mörk.

Selfoss lenti í 5 sæti eftir að hafa unnið Gróttu í vítakeppni 6-5, leikurinn endaði í jafntefli 24-24. Staðan í hálfleik var 13-8 Gróttu í vil og náðu þeir mest 9 marka forrystu 20-11 áður en Selfoss átti magnaðan lokasprett og jöfnuðu 24-24.
Markaskorarar Selfoss voru:
Elvar Örn Jónsson 4
Jóhannes Eiríksson 3
Sverrir Pálsson 3
Ómar Magnússon 3
Hrannar Gunnarsson 3
Gunnar Páll Júlíusson 2
Magnús Magnússon 2
Árni Felix Gíslason 1
Hörður Másson 1
Andri Hrafn Hallsson 1
Ómar Vignir Helgason 1

Hjá Gróttu voru það þeir Vilhjálmur Hauksson og Jökull Finnbogason sem voru markahæstir með 5 mörk hvor.

Veitt voru einstaklingsverðlaun að móti loknu sem sérstök dómnefnd sá um að velja.

Markahæsti leikmaður: Andri Heimir Friðriksson ÍBV 20 mörk
Besti markmaður: Sebastian Alexandersson Selfoss
Besti varnarmaður: Sindri Haraldsson ÍBV
Besti sóknarmaður: Arnar Birkir Hálfdánarson ÍR
Besti leikmaður: Róbert Aron Hostert ÍBV

Handknattleiksdeild UMF Selfoss vill þakka fjölskyldu Ragnars Hjálmtýssonar og VÍS sérstaklega við stuðning sinn við mótið.