Jafntefli eftir kaflaskiptan leik

Selfosssss
Selfosssss

Stelpurnar gerðu í kvöld jafntefli við FH í toppbaráttunni í Grill 66 deildinni.  Lokatölur í Hleðsluhöllinni voru 18-18

FH stelpur voru sprækari í upphafi og náðu frumkvæðinu og að byggja upp ágætt forskot með Ragnheiði Tómasdóttur fremsta í flokki.  Þær leiddu 4-10 eftir 18 mínútna leik.  Selfyssingar settu þá í gír, lokuðu í vörninni og skoruðu síðustu 7 mörk hálfleiksins.  Staðan í hálfleik 11-10.

Í síðari hálfleik héldu Selfyssingar áfram að leika eins og þær sem valdið hafa og voru komnar með fjögurra marka forystu á 13. mínútu, 17-13.  Þá hrökk allt í baklás og áttu stelpurnar aðeins eftir að skora eitt mark.  Þrátt fyrir að FH hafi náð að innsigla vörnina sína þetta þétt, þá áttu þær áfram í vandræðum með vörn og markmann Selfyssinga.  Þær náðu forystunni aftur á 23. mínútu, 17-18.  Selfoss jafnaði svo metin, 18-18 á loka mínútunni og þar við sat.  Jafntefli líklega sanngjörn niðurstaða miðað við hvernig leikurinn spilaðist.

Mörk Selfoss: Agnes Sigurðardóttir 5, Hulda Dís Þrastardóttir 4/4, Tinna Sigurrós Traustadóttir 4, Katla María Magnúsdóttir 3, Rakel Guðjónsdóttir 1, Sigríður Lilja Sigurðardóttir 1.

Varin skot: Henriette Østergaard 11 (39%)

Nánar er fjallað um leikinn á Sunnlenska.is.

Næsti leikur hjá stelpunum er á laugardaginn kl. 13:30 þegar þær heimsækja Gróttu í Hertz höllina, slagur toppliðanna í Grill 66 deildinni.  Strákarnir eiga svo leik á mánudagskvöldið gegn Haukum á Ásvöllum, enn einn stórleikurinn í toppbaráttu Olísdeildarinnar, þeir eiga svo heimaleik á sunnudagskvöld gegn Fram.


Katla María var kraftmikil að vanda.
Umf. Selfoss / Inga Heiða