Jólatörn hjá landsliðunum

HSI_Logo
HSI_Logo

Það verður nóg að gera hjá landsliðsfólkinu okkar í handbolta um jól og áramót. Eins og áður hefur komið fram fer Ómar Ingi Magnússon með U-18 landsliði Selfyssingsins Einars Guðmundssonar til Þýskalands milli jóla og nýárs. Því miður glímir Hergeir Grímsson, sem sæti átti í liðinu, við meiðsli og kemst ekki með.

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir er í æfingahóp U-20 ára landsliðs kvenna sem mun æfa saman í kring um áramótin og taka þátt í æfingamóti með liðum úr Olís-deild kvenna. Fyrsta æfingin er föstudaginn 27. desember kl. 16:00 í Mýrinni í Garðabæ en liðið æfir undir stjórn Guðmundar Karlssonar og Halldórs Harra Kristjánssonar.

Dagmar Öder Einarsdóttir, Elena Birgisdóttir, Hulda Dís Þrastardóttir, Katrín Ósk Magnúsdóttir og Þuríður Guðjónsdóttir eru í U-18 ára landslið kvenna sem æfir frá 27. desember til 4. janúar. Liðið æfir undir stjórn Selfyssingsins Ingu Fríðu Tryggvadóttur og Hilmars Guðlaugssonar og þess má geta að seinasta æfingin fer einmitt fram á Selfossi laugardaginn 4. janúar milli kl. 12 og 14.

Þá er Karen María Magnúsdóttir í hópi 50 stúlkna sem valdar hafa verið til æfinga með U-16 ára landsliðinu sem æfir dagana 27. desember til 5. janúar í Íþróttahúsinu að Varmá í Mosfellsbæ. Stúlkunum er skipt í 2 hópa, sem munu bæði æfa saman og sitt í hvoru lagi. Þjálfarar eru Halldór Stefán Haraldsson og Jón Gunnlaugur Viggósson.