Landsliðsverkefni

10341519_10152150910322993_5759518002798830748_n[1]
10341519_10152150910322993_5759518002798830748_n[1]

Selfoss á fjóra fulltrúa í lokahóp U-18 ára landsliði kvenna sem mun taka þátt í European Open sem fram fer í Gautaborg 30. júní til 5. júlí.  Þetta eru þær Dagmar Öder Einarsdóttir, Elena Birgisdóttir, Katrín Ósk Magnúsdóttir og Þuríður Guðjónsdóttir. Allt efnilegir leikmenn sem eiga framtíðina fyrir sér.

Fleiri leikmenn Selfoss hafa verið kallaðir inn í æfingahópa yngri landsliða HSÍ.  Félagið á fjóra fulltrúa í æfingahópi U-18 ára landsliði karla sem mun æfa saman í lok maí en þetta eru þeir Alexander Már Egan, Elvar Örn Jónsson, Hergeir Grímsson og Ómar Ingi Magnússon. Svo var Sverrir Pálsson kallaður inn í æfingahóp U-20 ára landsliðs karla en sá hópur mun einnig æfa núna í lok maí.

Handknattleiksdeildin óskar þessum ungu og efnilegu leikmönnum til hamingju með árangurinn og góðs gengis.

Meðfylgjandi mynd tók Sigrún Arna af þeim Katrínu Ósk, Elenu, Dagmar og Þuríði á landsliðsæfingu fyrr í vetur.