Leikmenn skrifa undir samninga

image (6)
image (6)

Í vikunni skrifuðu nokkrir leikmenn undir samning við Handknattleiksdeild Selfoss. Þetta eru þeir Andri Már Sveinsson og Örn Þrastarson sem eru að stíga upp eftir meiðsli. Öflugir leikmenn sem hafa unnið markvisst í að byggja sig upp eftir krossbandaslit og mæta því sterkir til leiks í haust. Árni Felix Gíslason skrifaði undir samning til tveggja ára en hann mun einnig spila með 2. flokki Selfoss. Sverrir Andrésson skrifaði undir nýjan samning en hann hefur verið annar aðal markvörður meistaraflokks karla undanfarin ár. Einar Sverrisson mun spila áfram með félaginu næsta tímabil þrátt fyrir mörg tilboð liða í Úrvalsdeildinni. Einar var lang markahæsti leikmaður Selfoss síðasta tímabil og spilaði lykilhlutverk í leik liðsins.
Allir þessir leikmenn eru gríðarlega mikilvægir fyrir liðið og eiga eftir að spila stórt hlutverk næsta tímabil. Stjórn Handknattleiksdeildarinnar og þjálfari mfl. karla eru að vonum ánægð með að hafa þessa leikmenn innan sinna raða og óskar þeim til hamingju með gerða samninga. Þess má geta að fleiri sterkir leikmenn sem spilað hafa með Selfoss munu skrifa undir samninga eftir helgi. Einnig eru í gangi viðræður við leikmenn sem munu styrkja liðið enn frekar.

Mynd frá vinstri: Andri Már Sveinsson, Árni Felix Gíslason, Sverrir Andrésson, Einar Sverrisson, Örn Þrastarson