Líf og fjör hjá yngstu krökkunum

CAM00476
CAM00476

Það er búið að vera líf og fjör á frjálsíþróttaæfingum í vetur hjá yngstu börnunum.

Börnin æfðu frjálsar af kappi og kepptu einnig á nokkrum mótum eins og Bronsleikum, Silfurleikum og Héraðsleikum HSK en auk hefðbundinnar frjálsíþróttaþjálfunar hefur ýmislegt verið brasað. Haldin var náttfataæfing og furðufataæfing og ekki má gleyma að nefna frjálsíþróttamessuna sem þau tóku þátt í.

Ef Iða var upptekin á æfingatímum var það markmið að fella ekki niður æfingar heldur finna eitthvað annað í staðinn yfir kaldasta tímann. Börnin mættu í sundsprell, fóru í öðruvísi afþreyingu í félagsmiðstöðinni og í ljósmyndaratleik.

Veturinn var svo kvaddur með keppni í óhefðbundnum íþróttagreinum stígvélasparki, köngulóagangi og spjótkasthittni og síðan var pöntuð pizza, horft á vídeó og leikið sér úti í rjómablíðunni sem var þann daginn.

Vetraræfingum er nú lokið og fyrsta sumaræfing hefst mánudaginn 2. júní á frjálsíþróttavellinum og eru öll börn 10 ára og yngri velkomið að koma og prufa.

át

---

Myndir af æfingum og viðburðum í vetur.
Myndir: Ágústa Tryggvadóttir

IMG_4305 IMG_4291 CAM00542 CAM00527 sundm6