Nökkvi Dan til Selfoss

Nökkvi Dan Elliðason
Nökkvi Dan Elliðason

Nökkvi Dan Elliðason hefur gert eins og hálfs árs samning við handknattleiksdeild Selfoss.  Nökkvi, sem er uppalinn Eyjamaður, kemur frá norska úrvalsdeildarliðinu Arendal.  Hann er 21 árs gamall miðjumaður en getur leyst allar stöður fyrir utan.  Handknattleiksdeildin er feykilega ánægð með komu Nökkva og mun hann verða góð styrking við hóp meistaraflokks karla sem er í toppbaráttu í Olísdeildinni nú um mundir.


Mynd: Nökkvi Dan ásamt Þóri Haraldssyni, formanni deildarinnar
Umf. Selfoss / ESÓ