Selfoss sigraði á unglingamóti HSK

hsk_rgb
hsk_rgb

Unglingamót HSK í frjálsíþróttum fór fram miðvikudaginn 20. júlí síðastliðinn á Selfossvelli. Töluverð rigning gerði keppendum erfitt fyrir en sem betur fer var algert logn og þess vegna voru öll hlaup og stökk lögleg á mótinu.

Keppendur Umf. Selfoss stóðu fyrir sínu að vanda og sigruðu mótið með 241 stig. Í öðru sæti varð Íþróttafélagið Garpur með 109 stig og í þriðja sæti var Ungmennafélag Laugdæla með 47 stig.

Unglingamótið var síðasta héraðsmót sumarsins en verkefnum frjálsíþróttaráðs er þó ekki lokið þetta árið þar sem MÍ öldunga verður haldið á Selfossvelli fyrstu helgina í september. Við vonumst að sjálfsögðu til þess að sjá marga keppendur frá okkur á heimavelli á því móti.