Selfyssingar í úrvalshópum

Fimleikafólk ársins 2013
Fimleikafólk ársins 2013

Selfoss á ellefu fulltrúa í úrvalshópum fimleikasambandsins fyrir Evrópumótið í hópfimleikum sem fram fer á Íslandi í 15.-19. október. Valið var í fjóra hópa karla og kvenna í unglinga- og fullorðinsflokkum.

Hugrún Hlín Gunnarsdóttir er eini fulltrúi Selfoss í fullorðinsflokki en fimm Selfyssingar eru í drengjaflokki og fimm í stúlknaflokki.

Drengirnir eru Eysteinn Máni Oddson, Haraldur Gíslason, Konráð Oddgeir Jóhannson, Ríkharður Atli Oddson og Ægir Atlason. Stúlkurnar eru Alma Rún Baldursdóttir, Anna María Steingrímsdóttir, Ástrós Hilmarsdóttir, Perla Sævarsdóttir og Rannveig Harpa Jónþórsdóttir.

Sagt var frá þessu á Sunnlenska.is.

Hópana í heild sinni má finna á heimasíðu Fimleikasambandsins.

---

Hugrún Hlín og Eysteinn Máni fimleikafólk ársins 2013 eru bæði í úrvalshópunum.
Mynd: Inga Heiða Heimisdóttir.