Selfyssingar sigruðu Sindra

Selfyssingar unnu afar mikilvægan útisigur á Sindra í 1. deild kvenna í knattspyrnu í gær og endurheimtu þar með toppsætið í deildinni.

Magdalena Anna Reimus kom Selfyssingum yfir strax á 3. mínútu með marki úr vítaspyrnu sem dæmd var eftir að brotið var á Kristrúnu Rut Antonsdóttur. Þrátt fyrir góðar sóknir Selfyssinga voru það Sindrakonur sem jöfnuðu metin á 75. mínútu og allt stefndi í jafntefli. Í uppbótartíma náði hins vegar Kristrún Rut að skora sigurmark Selfoss eftir sendingu frá Önnu Maríu Friðgeirsdóttur.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Selfoss hefur 29 stig í toppsætinu og sækir ÍR heim í næsta leik sínum mánudaginn 14. ágúst kl. 19:15.

---

Stelpurnar stilltu sér upp við Jökulsárlón á leiðinni á Hornafjörð.
Ljósmynd: Umf. Selfoss