Selfyssingar upp í annað sæti

Knattspyrna - Mfl. karla við Goðafoss
Knattspyrna - Mfl. karla við Goðafoss

Selfoss sótti þrjú stig norður á Húsavík þegar liðið mætti Völsungi í 2. deild karla á laugardag.

Markalaust var þegar dómari leiksins flautaði til hálfleiks en það var Kenan Turudija sem skoraði sigurmark Selfyssinga á 65. mínútu með hnitmiðuðu skoti eftir sendingu frá Hrvoje Tokic.

Nánar er fjallað um leikinn á vefsíðu Sunnlenska.is.

Fjórir sigurleikir í röð hjá liðinu sem þýðir að liðið er komið upp í annað sæti deildarinnar með 25 stig eftir 12 umferðir. Næsti leikur liðsins er gegn Haukum á JÁVERK-vellinum miðvikudaginn 2. september kl. 17:30.

---

Selfyssingar stilltu sér upp við Goðafoss á leiðinni heim frá Húsavík. Á myndina vantar Einar Ottó Antonsson, Þormar Elvarsson og Reyni Frey Sveinsson og að sjálfsögðu manninn á bakvið myndavélina, Jón Karl Jónsson, sem sér til þess að liðið komist í leiki og aftur heim viku eftir viku.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/JKJ