Sindri og Karitas valin í landsliðið

ksi-merki
ksi-merki

Sindri Pálmason og Karitas Tómasdóttir hafa verið valin í U19 ára landslið karla og kvenna í knattspyrnu sem leika munu í Svíþjóð og Búlgaríu á næstu dögum.

Sindri Pálmason var valinn í U19 landslið Íslands sem tekur þátt í alþjóðlegu knattspyrnumóti  í Svíþjóð 16.–22. september 2013. Kristinn Rúnar Jónsson, landsliðsþjálfari valdi Sindra í liðið. Sindri hefur verið í leikmannahóp Selfoss í allt sumar og þykir ákaflega góður og efnilegur leikmaður. Hann er einn af framtíðarleikmönnum Selfoss ef hann heldur áfram á sömu braut.

Þá var Karitas Tómasdóttir einnig valin í U19 landsliðið í knattspyrnu en liðið, sem leikur undir stjórn Ólafs Þórs Guðbjörnssonar, leikur  í undankeppni EM. Riðill Íslands verður leikinn í Búlgaríu og fer fram dagana 21.-26. september þar sem mótherjar Íslendinga eru Slóvakía og Frakkland auk heimastúlkna.