Skelfilegt tap gegn Víkingi

Selfyssingar fengu Víking í heimsókn í kvöld. Fyrirfram var búist við hörku leik, en svo varð þó ekki raunin. Fyrri hálfeikur byrjaði mjög rólega og helsta sem gerðist, var að leiklukka leiksins virkaði ekki og þess vegna sáu engir stuðningsmenn eða leikmenn tíma leiksins. Selfoss byrjaði þó betur og leiddi 3-2 eftir 5 mínútur. Næstu mínútur voru mjög jafnar og góðar varnir beggja megin. Eftir sirka 20 mínútur var staðan 7-7. Þá sleit Víkingur sig frá Selfossi, sem réðu illa við sterka vörn Víkings. Ná þeir 7-10 forystu og 5 mínútur eftir. Víkingar héldu áfram að byggja upp forskotið sitt með auðveldum mörkum, þar sem Selfyssingar voru mjög hægir aftur og staðan í leikhléi 9-15.

Í síðari hálfeik var sett upp með ákveðna hluti í leikhléi. En menn gerðu eitthvað allt annað og Víkingur gjörsamlega keyrði yfir Selfoss. Þeir skoruðu gífurlega mörg mörk úr hraðaupphlaupum eftir tapaða bolta frá Selfyssingum. Selfoss hreinilega afhenti þeim sigurinn á fyrstu 10 minútu síðari Hálfleiks. Þá var staðan 12-24. Á þessum kafla var varnarleikur Selfyssinga ekki upp á marga fiska. Víkingar bættu bara í og illa gekk að skora hjá Selfossi, staðan 15-30 og sirka 10-7 mínútur eftir. Seinustu mínúturnar voru rólegar og sigldi Víkingur inn öruggum sigri 15-33.

Liði sýndi sinn lang versta leik í mörg ár í kvöld. Sóknarleikurinn var skelfilegur og að skora 15 mörk á 60 mínútum er til skammar. Varnarleikurinn í kvöld var ekki til útflutnings og hafði Víkings liðið ekki mikið fyrir því að skora. Markvarslan var líklega eina sem var ekki neikvætt í dag, Þar sem markverðirnir voru með 20 varin skot fyrir aftan mjög lélega Selfoss vörn. Það vantaði algjörlega Selfoss hjartað í þessum leik. Baráttu andinn og grimmdin var ekki til staðar og  liðið þarf virkilega að taka sig saman í andlitinu. 18 marka tap gegn liði sem við unnum seinast með 2 mörkum, það er ótrúlegt.

Tölfræði:

Matthías Örn 6/13, 4 tapaðir boltar og 5 brotin fríköst
Einar S 4/12, 6 stoðsendingar, 6 tapaðir boltar og 9 brotin fríköst
Hörður B 2/5
Gunnar Ingi 1/2, 2 tapaðir boltar
Magnús Már 1/1
Einar P 1/2, 2 tapaðir boltar og 2 brotin fríköst
Hörður M 0/2, 2 stoðsendingar og 2 fráköst
Jói G 0/4, 2 tapaðir boltar og 3 brotin fríköst
Jói E 1 stoðending og 1 fiskaður bolti
Árni G 1 brotið fríkast
Ómar 1 fiskaður bolti, 1 frákast og 2 brotin fríköst

Markvarsla:

Helgi varði 10 og fékk á sig 15(40%)
Sverrir varði 10 og fékk á sig 18(36%)

SelfossTV:

Arnar viðtal gegn Víkingi

Næsti leikur liðsins er ekki fyrr en 1. febrúar 2013 gegn Fjölni á útivelli vegna landsliðspásu.