Skellur gegn Haukum

Haukur Þrastarson
Haukur Þrastarson

Selfoss fékk skell í Hafnarfirðinum í kvöld er þeir mættu Haukum og töpuðu þeir með sjö mörkum, 36-29.

Leikurinn var nokkuð jafn framan af en á 19. mínútu, í stöðunni 11-11, skildu liðin að, Haukarnir voru komnir þremur mörkum yfir í hálfleik, 19-16. Selfoss byrjaði seinni hálfleik betur og náði að minnka muninn niður í eitt mark, 21-20, en nær komust þeir ekki. Haukar leiddu með tveim til fjórum mörkum og Selfoss gafst síðan upp undir lokin og endaði leikurinn með sjö marka tapi, 36-29.

Selfyssingar sitja því í 4. sæti deildarinnar með 11 stig rétt eins og FH, fimm stigum frá toppsætinu.

Mörk Selfoss: Haukur Þrastarson 10/2, Hergeir Grímsson 4, Árni Steinn Steinþórsson 4, Atli Ævar Ingólfsson 3, Guðjón Baldur Ómarsson 3, Nökkvi Dan Elliðason 2, Daníel Karl Gunnarsson 1, Guðni Ingvarsson 1, Tryggvi Þórisson 1

Varin skot: Sölvi Ólafsson 6 (24%) og Einar Baldvin Baldvinsson 4 (19%)

Nánar er fjallað um leikinn á Vísir.is, Mbl.is og Sunnlenska.is.

Næsti leikur hjá strákunum er á sunnudaginn gegn Fram í Hleðsluhöllinni, leikurinn hefst kl 19:30. Stelpurnar eiga leik gegn Gróttu í Hertzhöllinni á laugardaginn kl 13:30. Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að mæta.


Haukur var atkvæðamestur í liði Selfoss með 10 mörk.
Umf. Selfoss / JÁE