Sölvi og Guðjón framlengja

Sölvi Ólafsson og Guðjón Baldur
Sölvi Ólafsson og Guðjón Baldur

Þeir Sölvi Ólafsson og Guðjón Baldur Ómarsson hafa framlengt samninga sína við handknattleiksdeild Selfoss. Sölvi Ólafsson framlengir um tvö ár en Guðjón Baldur um þrjú ár. 

Eru þetta mikil gleðitíðindi fyrir deildina en strákarnir hafa báðir verið mikilvægur hluti liðsins í Olísdeildinni í vetur.