Stelpurnar í úrslit í Olís deildinni

Mfl.kvk
Mfl.kvk

Meistaraflokkur kvenna er kominn í úrslit í Olís deildinni, þrátt fyrir tap á móti Val í síðasta deildarleik liðsins. Það var á brattan að sækja allan leikinn og leiddi Valur í hálfleik, 12-7. Munurinn jókst í seinni hálfleik og urðu lokatölur 30-19 fyrir Val.

Fyrir leikinn var Selfoss í áttunda sæti, einu stigi á undan HK en þessi tvö lið voru að berjast um að komast áfram í úrslitin. HK átti einnig erfiðan leik, á móti Stjörnunni. Stjarnan vann þann leik og staðan hjá liðunum því óbreytt eftir þessa leiki. Selfoss hélt áttunda sætinu og er sem fyrr segir komið í úrslit. Selfoss er að spila sitt þriðja ár í Olís deild kvenna og var markmiðið í ár að komast í úrslit en góður stígandi og markviss uppbygging hefur verið hjá liðinu þessi ár.

Markaskorun: Hrafnhildur Hanna 9 mörk, Kristrún Steinþórsdóttir, Thelma Sif og Harpa Sólveig allar með 2 mörk, Hulda Dís, Helga Rún, Heiða Björk og Carmen Palamariu allar með eitt mark.

Úrslitakeppnin hefst á annan í páskum (mánudaginn 6. apríl) en þá halda stelpurnar á Seltjarnarnesið og spila á móti liði Gróttu. Leikurinn hefst klukkan 19:30. Leikur númer tvö er svo miðvikudaginn 8. apríl klukkan 19:30 í Vallaskóla. Ef þriðja leikinn þarf þá fer sá leikur fram sunnudaginn 12. apríl. Það lið sem fyrr vinnur tvo leiki er komið áfram í fjögurra liða úrslit.

Mynd: Mfl. kvenna /Johannes Ásgeir Eiríksson