Sundæfingar að hefjast

Selfoss_merki_nytt
Selfoss_merki_nytt

Sundæfingar hjá gull, silfur og brons hópum undir stjórn Magnúsar Tryggvasonar hófust mánudaginn 24. ágúst en æfingar í koparhópum hjá Guðbjörgu H. Bjarnadóttur hefjast miðvikudaginn 2. september. Fara æfingar fram í Sundhöll Selfoss.

Skráningardagur fyrir koparhópa verður í anddyri Sundhallarinnar milli klukkan 16 og 17 mánudaginn 31. ágúst. Börn fædd árin 2011, 2012 og 2013 eru gjaldgeng í koparhóp en börn sem eru fædd árið 2010 geta valið á milli þess að æfa í koparhóp eða í bronshóp.

Upplýsingar um æfingatíma