Tap hjá Selfoss-2

Selfoss-2 mætti ÍBV í 2. deild 3. flokk karla í dag. Leikurinn var ekki góður af hálfu Selfyssinga í fyrri hálfleik og fór svo að lokum að Eyjamenn unnu 9 marka sigur.

ÍBV komst í 0-3 og var Selfoss í raun aldrei í neinum séns í fyrri hálfleik. 20 mörk á sig hjálpuðu liðinu ekki í að halda leiknum jöfnum. Staðan var 11-20 í hálfleik. Seinni hálfleikurinn var mun betri. Í stöðunni 16-22 átti liðið fjölmörg tækifæri til að skora úr hraðaupphlaupum en gerði ekki. ÍBV jók aftur við forskot sitt sem varð orðið 30-39 þegar flautað var til leiksloka.

Selfyssingar þurfa eitthvað skoða nálgun sína í verkefni sín því það sem þeir gerðu í þessum leik var ekki nema af hálfum hug. Þegar svo fer endar yfirleitt illa.