Toyota Selfossi styrkir handboltann

Toyota Selfossi
Toyota Selfossi

Toyota Selfossi hefur endurnýjað styrktarsamning sinn við handknattleiksdeildina, en Toyota hefur verið dyggur styrktaraðili deildarinnar á undanförnum árum. Þeir Haukur Baldvinsson, framkvæmdarstjóri Toyota Selfossi og Þórir Haraldsson formaður handknattleiksdeildarinnar skrifuðu undir samninginn á dögunum í húsakynnum Toyota.


Mynd: Haukur Baldvinsson, framkvæmdastjóri Toyota Selfossi ásamt Þóri Haraldssyni, formanni deildarinnar.