Unglingamót í hópfimleikum

FSÍ-merki
FSÍ-merki

Íslandsmót unglinga í hópfimleikum fer fram helgina 13.-15. febrúar í húsakynnum Gerplu í Kópavogi.

Mótið er eitt það stærsta sem haldið hefur verið hér á landi en alls eru 781 keppandi skráðir til leiks eða um 66 lið í fimm flokkum. Selfyssingar senda 12 lið til keppni sem er tæplega 20% liðanna á mótinu. Þeir sem vilja fylgjast með "live" stigagjöf geta farið inná score.sporteventsystems.se og fylgst með þar en einkunnir koma þar inn um leið og dómarar hafa lokið störfum eftir framkvæmd hvers liðs.

Skipulag mótsins má finna á heimasíðu Fimleikasambandsins.