Yfirburðarsigur Sunnlendinga

Frjálsar - MÍ 11-14 ára innanhúss
Frjálsar - MÍ 11-14 ára innanhúss

Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum í flokkum 11-14 ára  fór fram í Kaplakrika í Hafnarfirði um síðustu helgi.

Fjölmennt lið af sambandssvæði HSK tók þátt og stóð sig frábærlega. Lið HSK/Selfoss vann stigakeppnina örugglega, hlaut samtals 875,5 stig. FH varð í öðru sæti með 559,5 stig og Breiðablik í þriðja með 287,5 stig. Liðið vann stigakeppnina í fjórum flokkum, í 11, 13 og 14 ára flokkum pilta og 12 ára flokki stúlkna.

Alls unnu keppendur HSK/Selfoss 51 verðlaun á mótinu, 14 gull, 17 silfur og 20 brons.

Eitt HSK met féll á mótinu, en strákarnir í 14 ára flokki bættu HSK metið í 4x200 metra hlaupi þegar þeir hlupu hringina fjóra á 1;47,82 sek. og bættu tveggja ára gamalt met sveitar HSK/Selfoss um 0,06 sek. Í sveitinni voru Sebastian Þór Bjarnason Goði Gnýr Guðjónsson, Haukur Arnarsson og Sæþór Atlason.

Heildarúrslit mótsins má sjá á vefsíðu FRÍ.

Úr fréttabréfi HSK