Frábær sigur í Keflavík!!

Brenna Lovera
Brenna Lovera
Selfoss sigraði sinn annan leik í röð þegar liðið lagði Keflavík að velli. Eftir sigurinn er liðið í fimmta sæti Bestu deildarinnar.
Brenna Lovera kom okkar konum yfir snemma leiks þegar hún skallaði boltann í netið eftir fyrirgjöf Bergrósar Ásgeirsdóttur. Selfyssingar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum en náðu þó ekki að bæta við marki, 0-1 í hálfleik.
Íris Una tvöfaldaði forskotið eftir klukkutíma leik þegar hún setti boltann í netið eftir mikið klafs í teig Keflvíkinga. Eftir það mark fjaraði leikurinn út og stigin þrjú tryggð.
Glæsilegur sigur en næst er það Stjarnan sem bíður, þó ekki fyrr en 11. september á JÁVERK-vellinum.