Hannes og Hulda handboltafólk Umf. Selfoss

Hannes Höskuldsson og Hulda Þrastardóttir
Hannes Höskuldsson og Hulda Þrastardóttir

Nú fyrir jól var íþróttafólk Umf. Selfoss árið 2025 útnefnt í félagsheimilinu Tíbrá.

Auk þess voru handknattleiksfólk ársins útnefnt. Það voru þau Hannes Höskuldsson og Hulda Dís Þrastardóttir. Hannes er fyrirliði meistaraflokks karla sem tryggði sér upp í Olísdeild karla í vor og hefur farið vel af stað í haust. Hulda Dís er lykilmaður í meistaraflokki kvenna sem náði sínum besta árangri í Olísdeild kvenna í sögunni á síðasta tímabili þar sem liðið lenti í 4. sæti deildarinnar. Þá spilaði liðið í fyrsta skipti í Evrópukeppninni nú í haust þar sem þær öttu kappi gegn gríska liðinu AEK Aþenu. 

Við óskum þeim til hamingju með útnefninguna auk þess sem við óskum íþróttafólki Umf. Selfoss, þeim Eric Mána Guðmundssyni og Evu Maríu Baldursdóttur, til hamingju með nafnbótina.