Jólasýning fimleikadeildar Selfoss

Árleg jólasýning fimleikadeildarinnar fór fram þann 13. desember síðastliðinn.

Á sýningunni tóku allir iðkendur deildarinnar þátt, á aldrinum 3-23 ára.

Þemað í ár var "Þegar Trölli stal jólunum" en jólasýningarnefndina skipuðu Kristín Hanna Jóhannesdóttir, Sesselja Sólveig Jóhannesdóttir og Unnur Þórisdóttir.

Sýningin heppnaðist virkilega vel og var mikil ánægja meðal iðkenda, foreldra og þjálfara með daginn.

Við viljum koma á framfæri þökkum til jólasýningarnefndarinnar, iðkenda, þjálfara, foreldra, Ingu Heiðu ljósmyndara og fyrirtækja sem hjálpuðu okkur að láta þetta verða að veruleika; EB kerfi, Eimskip, Tilefni og annarra velunnarra og svo samstarfsaðila deildarinnar; Bílverk BÁ, Íslandsbanka, Hótel Geysis og HSH þrifa og flutninga.