Knattspyrna og Barnaheill

Núna í lok október sátu þjálfarar og starfsfólk knattspyrnudeildar fræðsluerindi á vegum Barnaheilla og KSÍ sem ber heitið "Verndarar Barna".

Knattspyrnudeild Selfoss er fyrsta félagið á Íslandi til að taka þátt í þessu nýja verkefni sem KSÍ mun fara með um allt land og til sem flestra félaga.
"Bundnar eru miklar vonir við þátttöku félaganna og er markmið KSÍ og Barnaheilla að í lok samstarfsins hafi öll aðildarfélög KSÍ fengið heimsókn og fræðslu."

Markmið verkefnisins er að fyrirbyggja kynferðislegt ofbeldi gegn börnum, þekkja einkenni ofbeldis og læra að bregðast við.

Námskeiðið var þjálfurum og starfsfólki mjög fræðandi en að sama skapi erfitt enda um viðkvæm málefni að ræða. 

Knattspyrnudeild Selfoss þakkar Barnaheillum og KSÍ fyrir heimsóknina.