Landsbankinn styður áfram við handboltann

Við undirskrift á samstarfssamning í húsakynnum Landsbankans á Selfossi. F.v Helga Guðmundsdóttir og…
Við undirskrift á samstarfssamning í húsakynnum Landsbankans á Selfossi. F.v Helga Guðmundsdóttir og Nína Guðbjörg Pálsdóttir frá Landsbankanum og þeir Þorsteinn Rúnar Ásgeirsson og Einar Sindri Ólafsson frá handknattleiksdeildinni.

Landsbankinn og Handknattleiksdeild Umf. Selfoss hafa endurnýjað samstarfssamning sinn til næstu tveggja ára. Um langt skeið hefur Landsbankinn verið einn af aðalstyrktaraðilum deildarinnar og er afar stoltur af því samstarfi, sem og árangri deildarinnar. Samstarfið styður vel við markmið bankans að efla íþrótta- og æskulýðsstarf á svæðinu.
Handknattleiksfólk á Selfossi hlakkar til áframhaldandi góðs samstarfs við bankann. Sem fyrr byggir starf deildarinnar á góðum stuðningi samstarfsaðila félagsins og því er mikill akkur í samstarfi við öflugt fyrirtæki á borð við Landsbankann.