Guðmundur Tyrfingsson æfir með Norwich

Guðmundur Tyrfingsson leikmaður 4. flokks Selfoss er þessa dagana í sex daga heimsókn hjá enska fyrstu deildarfélaginu Norwich City þar sem hann æfir og spilar með U16 og U19 ára liðum félagsins. Ásamt Guðmundi er Hornfirðingurinn Ari Sigurpálsson, leikmaður HK við æfingar hjá Norwich City.Guðmundur spilar fyrir 4.

Magdalena besti leikmaður 1. deildar kvenna

Magdalena Anna Reimus, leikmaður Selfoss, var valin leikmaður ársins í 1. deild kvenna í knattspyrnu af þjálfurum og fyrirliðum deildarinnar.

Skellur gegn Íslandsmeisturunum

Selfyssingar fengu skell þegar Íslandsmeistarar Vals komu í heimsókn í íþróttahús Vallaskóla í Olís-deildinni í gær. Lokatölur urðu 23-31 eftir að heimamenn höfðu leitt í hálfleik 15-14.Vendipunktur leiksins varð um miðjan síðari hálfleik þegar Valsmenn skoruðu fimm mörk í röð og breyttu stöðunni í 19-23.

Ráðstefnan Sýnum karakter

Ráðstefnan Sýnum karakter - Allir með fer fram þann 29. september nk. Ráðstefnan er tileinkuð ungu fólki innan íþróttahreyfingarinnar.

Frækinn sigur á Fram

Selfoss lagði Fram á útivelli í Olís-deild karla í gær. Leikurinn, sem endaði 33-35, var mikil skemmtun sem bauð upp á fullt af mörkum en staðan í hálfleik var 15-18.Selfyssingar voru með frumkvæðið stærstan hluta leiksins en undir lok hans jöfnuðu Framarar 32-32.

Fjölmenni á lokahófi yngri flokka

Laugardaginn 23. september fóru lokahóf knattspyrnudeildar Selfoss fram. Rúmlega 700 manns mættu á lokahóf yngri flokka í íþróttahúsinu Iðu til að gera upp frábært knattspyrnuár.Adólf Ingvi Bragason, formaður deildarinnar, gerði af alkunnri lagni upp eitt besta knattspyrnuár yngri flokka á Selfossi í langan tíma.

Knattspyrnusumrinu formlega slúttað

Síðastliðin laugardag var árlegt knattspyrnuslútt meistaraflokka og 2. flokka knattspyrnudeildar Selfoss haldið í Hvíta-Húsinu Frábær mæting var einsog síðustu árRikki G hélt veislunni gangandi ásamt skemmtiatriðum og árlegum brandara Adolfs Bragasonar formannsVerðlaunahafar 20182.flokkur karla Besti leikmaður Jökull Hermannsson Markakonungur Arilíus Óskarsson Framför og ástundun Anton Breki Viktorsson og Þormar Elvarsson2.flokkur kvenna Besti leikmaður Þóra Jónsdóttir Markadrottningar Unndur Dóra Bergsdóttir og Dagný Rún Gísladóttir Framför og ástundun Eyrún GautadóttirMeistaraflokkur karla Bestu leikmenn Ivan ´Pachu´ Martinez og Þorsteinn Daníel Þorsteinsson Markakongur James Mack Mesta framför Gylfi Dagur Leifsson Efnilegasti leikmaður Kristinn Sölvi SigurgeirssonMeistaraflokkur kvenna Besti leikmaður Kristrún Rut Antonsdóttir Markadrottning Magdalena Anna Reimus Mesta framför Brynja Valgeirsdóttir Efnilegasti leikmaður Barbára Sól GísladóttirGuðjónsbikarana í ár fengu Þorsteinn Daníel Þorsteinsson og Íris SverrisdóttirEinnig voru leikmenn verðlaunaðir fyrir spilaða leiki fyrir Selfoss50 leikir Brynja Valgeirsdóttir Pachu James Mack Gio Pantano Sindri Pálmason100 leikir Kristrún Rut Antonsdóttir Þorsteinn Daníel Þorsteinsson150 leikir Andrew PewFyrir óeigingjarnt starf í þágu knattspyrnudeildar voru liðstjórar meistaraflokkana heiðraðir Arnheiður Ingibergsdóttir Hafdís Jóna Guðmundsdóttir Svandís Bára Pálsdóttir Jóhann Árnason Hafþór SævarssonFélagi ársins 2018 var Jón Karl Jónsson                 .

Sigur í lokaleik Íslandsmótsins

Selfoss lagði Hauka á heimavelli í lokaumferð Inkasso-deildarinnar í knattspyrnu á laugardag. Eftir að hafa verið marki í hálfleik voru það aldursforsetarnir í liði Selfoss sem tryggðu sigur heimamanna í seinni hálfleik.Andy Pew jafnaði leikinn á 65.

Stelpurnar töpuðu gegn ÍBV

Selfoss tapaði í dag gegn ÍBV 25:32, en staðan í leikhlé var 11:19.Selfyssingar byrjuðu mjög vel og voru yfir eftir 15. mínútna leik.

Guðmundur Axel með U17 til Finnlands

Selfyssingurinn Guðmundur Axel Hilmarsson hefur verið valinn í lokahóp U17 ára landslið karla í knattspyrnu fyrir Evrópukeppnina í Finnlandi sem hefst í næstu viku. Guðmundur hefur átt fast sæti í leikmannahópi U17 liðsins á þessu ári og spilað sex landsleiki. Hann heldur til Finnlands með liðinu á mánudag en fyrsti leikur Íslands er gegn Finnum miðvikudaginn 27.