Sundæfingar farnar af stað - Skráningardagur fyrir koparhópa

sund-unglingamot-hsk-2
sund-unglingamot-hsk-2

Sundæfingar hjá gull, silfur og brons hópum eru hafnar en æfingar í koparhópum hefjast í næstu viku. Fara æfingar hjá yngstu hópunum fram í Sundhöll Selfoss en eldri hópar æfa einnig í 50 metra laug í Laugarskarði í Hveragerði.

Skráningardagur fyrir koparhópa, 7-10 ára, verður mánudaginn 2. september milli klukkan 15 og 17 í anddyri Sundhallar Selfoss. Óskað er eftir að iðkendur mæti með foreldri á skráningardaginn. Þjálfari koparhópa er Guðbjörg Hrefna Bjarnadóttir

Æfingatímar og þjálfarar

Æfingagjöld

Gengið er frá skráningu í gegnum skráningar- og greiðslukerfið Nóra á slóðinni selfoss.felog.is en þar er einnig hægt að nýta frístundastyrk Sveitarfélagsins Árborgar með því að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum eða Íslykli.

Vinsamlegast athugið að rétt netfang verður að vera skráð í Nóra til að upplýsingar komist til skila.