Þjálfararáðstefna í Árborg 2014

Selfoss_merki_nytt
Selfoss_merki_nytt

Þjálfararáðstefna Árborgar verður haldin í Sunnulækjarskóla á Selfossi 26. og 27. september. Þema ráðstefnunnar í ár er gleði, styrkur og afrek.

Dagskrá þjálfararáðstefnu Árborgar 2014

Á ráðstefnuna er boðið öllum þjálfurum sem starfa í Sveitarfélaginu Árborg og eru yfir 18 ára aldri. Mikil áhersla er lögð á það af vegum sveitarfélagsins og ungmennafélagsins að þjálfarar Umf. Selfoss mæti á ráðstefnuna.

Þjálfurum úr öðrum sveitarfélögum á Suðurlandi er boðið að taka þátt í seinni hluta ráðstefnunnar á laugardeginum. Ef áhugi er fyrir hendi að taka þátt í dagskrá föstudagsins er sjálfsagt að hafa samband við Gissur hjá Umf. Selfoss í síma 894-5070. Þátttökugjald á ráðstefnuna er kr. 5.000 og innifalið í því er morgunhressing, hádegismatur og frítt á lokaleik Selfoss í Pepsi-deildinni sem fram fer sama dag.

Allir sem koma að þjálfun íþrótta á Suðurlandi eru hvattir til að taka þátt í skemmtilegri og fræðandi ráðstefnu.

Skráning fer fram í netfanginu umfs@umfs.is og lýkur fimmtudaginn 25. september.

Nánari upplýsingar veitir Gissur Jónsson, framkvæmdastjóri Umf. Selfoss í síma 894-5070.