3. flokkur áfram í bikarnum

3. fl. karla vann Þrótt á föstudag í 16-liða úrslitum bikarsins. Með sigrinum eru öll lið Selfoss, í bæði karla og kvennaflokki frá meistaraflokki og niður, enn inni í bikarkeppninni.

Selfoss var yfir nær allan leikinn sem fór fram á þjóðarleikvangi okkar Íslendinga, Þróttarar voru þó aldrei langt frá. Í hálfleik leiddi Selfoss með tveimur mörkum. Í byrjun síðari hálfleik kom slæmur leikkafli. Selfoss fékk ítrekuð tækifæri til að komast fjórum mörkum yfir en náðu ekki að skora. Allt í einu var Þróttur komið 18-17 yfir. Selfyssingar voru sterkari undir lokin og sigruðu 22-24.

Bæði vörn og sókn voru í lagi þó liðið geti betur á báðum sviðum. Það vantaði aðeins upp á til að liðið næði að stinga Þróttara af. Í stað þess að ganga frá leiknum í upphafi síðari háflleiks hleyptu þeir Þrótturum aftur inn í leikinn. Sigurinn var hins vegar sanngjarn ef litið er á heildarspilamennsku liðanna.

Er 3. flokkur þá kominn í stutt frí. Eftir áramót heldur baráttan áfram og mæta strákarnir vonandi í þann hluta til að bæta áfram við.