3. flokkur kvenna byrjaði árið á sigri

Það má vel segja það að jólin hafi aðeins setið í stelpunum því að þær náðu ekki alveg að spila jafn vel og þær enduðu síðasta ár. Hins vegar má búast við því að þær nái sér á strik með hverjum leiknum sem þær spila. Sigurinn sem slíkur var aldrei í hættu en Grótta náði nokkrum sinnum að minnka muninn í 2 mörk en komust aldrei nær en það.

Allir leikmenn liðsins komu þó nokkuð við sögu í leiknum og álaginu vel dreift enda strax annar leikur á laugardaginn kemur á útivelli gegn Fram 2, en þær eru í toppnum í deildinni, enda með mjög öflugt lið.

Áfram Selfoss