3 Goggamet og 35 verðlaun á Gogga Galvaska

image
image

Tólf krakkar frá Selfossi fóru og kepptu á Gogga galvaska í Mosfellsbænum um síðustu helgi. Krakkarnir stóðu sig frábærlega og unnu samtals til 35 verðlauna, 14 gull-, 14 silfur- og 7 bronsverðlauna.

Okkar krakkar gerðu sér líka lítið fyrir og settu 3 Goggamet á mótinu. Kolbeinn Loftsson, 12 ára, bætti 22 ára gamalt met í hástökki þegar hann vippaði sér yfir 1,55 m og var hársbreidd frá því að jafna Íslandsmetið í sínum flokki þegar hann felldi 1,60 m naumlega. Hjalti Snær Helgason, 11 ára, bætti metið í spjótkasti með glæsilegt kast upp á 28,43 m og Pétur Már Sigurðsson, 14 ára, setti nýtt met í kringlukasti (1 kg) með kasti upp á 39,54 m.

Þau sem unnu til verðlauna voru eftirfarandi:

Eva María Baldursdóttir, 11 ára: 1. sæti í 60 m á 9,73 sek, 1. sæti í hástökki með 1,32 m, 1. sæti í langstökki með 4,12 m og í 3. sæti í spjótkasti með 13,07 m.

Hjalti Snær Helgason, 11 ára: 1. sæti í spjóti með 28,43 m.

Hildur Helga Einarsdóttir, 12 ára: 1. sæti í spjótkasti með 26,25 m og 1. sæti í kúluvarpi með 6,16 m.

Kolbeinn Loftsson, 12 ára: 1. sæti í hástökki með 1,55 m, 1. sæti í kúluvarpi með 8,60 m, 1. sæti í spjótkasti með 34,70 m, 2. sæti í langstökki með 4,20 m, 2. sæti í 800 m á 2:47,82 mín og 3. sæti í 60 m á 9,33 sek.

Hákon Birkir Grétarsson, 12 ára: 2. sæti í 60 m á 9,10 sek, 2. sæti í hástökki með 1,45 m, 2. sæti í kúluvarpi með 8,52 m, 2. sæti í spjótkasti með 29,24 m og 3. sæti í langstökki með 4,08 m.

Tryggvi Þórisson, 12 ára: 3. sæti í kúluvarpi með 7,47 m.

Helga Margrét Óskarsdóttir, 13 ára: 2. sæti í 100 m á 14,96, 2. sæti í 60 m grind á 11,59 sek, 2. sæti í kúluvarpi með 9,82 m, 2. sæti í spjótkasti með 24,21 m og 3. sæti í kringlukasti með 23,76 m.

Natalía Rut Einarsdóttir, 13 ára: 2. sæti í langstökki með 4,03m.

Arndís María Finnsdóttir, 14 ára: 2. sæti í 80 m grind á 16,78 sek og 3. sæti í spjótkasti með 22,07 m.

Pétur Már Sigurðsson, 14 ára: 1. sæti í 80 m grind á 13,72 sek, 1. sæti í hástökki með 1,60 m, 1. sæti í langstökki með 4,91 m, 1. sæti í kúluvarpi með 10,92 m, 1. sæti í kringlukasti með 39,54 m og 2. sæti í 100 m á 13,99 sek.

Einnig vann boðhlaupssveit pilta 13-14 ára silfurverðlaun og stúlknasveitin í sama flokki bronsverðlaun. Nokkuð var einnig um að krakkarnir væru að bæta sinn persónulega árangur en of langt mál er að telja það allt upp hér.

Flottur árangur hjá krökkunum og næsta mót hjá þeim flestum er Gautaborgarleikarnir í Svíþjóð um næstu helgi og verður gríðarlega spennandi að fylgjast með þeim þar.