4. flokkur deildarmeistarar

4.flokkur B-lið deildarmeistarar 2019
4.flokkur B-lið deildarmeistarar 2019

Lið Selfoss í 4. flokki karla eldri fékk í dag afhentan deildarmeistaratitilinn í 2. deild, en þeir unnu aðra deildina nokkuð sannfærandi og tryggðu sér þar með sæti í úrslitakeppninni þar sem þeir mæta A-liði Selfoss sem varð í 2. sæti í 1. deild.

Þetta sýnir hversu mikla breidd Selfoss er með, en ekkert annað lið á tvö lið í úrslitum. B-lið Selfoss var með A-liði margra annarra félaga í deildinni. Strákarnir á yngra árinu tryggðu sér á dögunum 4.sætið í 1.deild Íslandsmótsins en þeir komust að auki í undanúrslit í bikarkeppninni.  4.flokkur karla er að auki mjög fjölmennur, en 25 strákar æfa þar að staðaldri fleiri en í öllum öðrum félögum.