Árni Steinn valinn í úrvalslið fyrri hluta deildarinnar

Árni Steinn
Árni Steinn

Árni Steinn Steinþórsson var valinn í úrvalslið fyrri hluta Olísdeildar karla á dögunum. Úrvalsliðið var tilkynnt í þættinum Seinni bylgjan og voru verðlaunin valin í samstarfi við HSÍ og Olís.

Í kvennaflokki var það Íris Björk Símonardóttir leikmaður Vals sem kjörin var besti leikmaður fyrri hlutar. Í karla flokki var besti leikmaðurinn kjörinn Ásbjörn Friðriksson leikmaður FH. Besti þjálfarinn í kvenna flokki var Hrafnhildur Skúladóttir þjálfari ÍBV og í karla flokki var Halldór Jóhann Sigfússon kjörinn besti þjálfari fyrri hlutans.

Liðið í heildina, lið Olísdeildar kvenna, ásamt fleiri verðlaunum má sjá hér. 


Mynd: Árni Steinn í leik gegn Gróttu á síðasta tímabili.
Umf. Selfoss / JÁE