Átta Selfyssingar í landsliðinu

Einar Sverrisson
Einar Sverrisson

Átta Selfyssingar eru í nýtilkynntum landsliðshóp A-landsliðs karla í handbolta, en Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari valdi 30 manna æfingahóp í dag. Liðið keppir við Litháen í júní í umspili um laust sæti á HM 2019. Fyrri leikurinn fer fram í Vilnius í Litháen föstudaginn 8.júní en sá seinni í Laugardalshöll miðvikudaginn 13.júní. Miða á þann leik má nálgast hér.

Selfyssingarnir í hópnum eru Bjarki Már Elísson, Fuchse Berlin, Einar Sverrisson, Selfoss, Elvar Örn Jónsson, Selfoss, Haukur Þrastarson, Selfoss, Janus Daði Smárason, Aalborg Håndbold, Ómar Ingi Magnússon, Aarhus Håndbol, Ragnar Jóhannsson, TV 05/07 Huttenberg og Teitur Örn Einarsson, Selfoss. Auk þess er Jón Birgir Guðmundsson sjúkraþjálfari liðsins.

Hópinn í heild má sjá hér.


Mynd: Einar Sverrisson er einn af átta Selfyssingum í landsliðshópnum, enda hefur hann slegið í gegn í úrslitakeppninni í vor.