Bikarævintýrið búið

663328
663328

Í kvöld fór fram undanúrslitaviðureign Selfoss og ÍR í Laugardalshöll. Það er ekki annað hægt en að segja að Selfyssingar svöruðu kallinu og mættu vel í stúkuna og leið ekki að löngu að hún var nánast full. Spennustigið var hátt í Selfoss liðinu í byrjun leiks og skoraði ÍR fyrstu tvö mörk leiksins. Þangað til að Einar Pétur kom Selfoss loks á blað og minkaði í 2-1. ÍR hélt frumkvæðinu næstu mínúturnar og staðan 4-5 eftir 10 mínútur. Leikurinn var jafn næstu mínútur og svo sannarlega alvöru bikarstemming í húsinu, staðan 6-8 eftir korter. Þessi 2 marka munur hélst á milli liðanna næstu 10 mínúturnar og staðan 11-13. Þá kom virkilega slakur kafli hjá Selfoss og sóknin langt frá nógu sannfærandi. Þetta nýtti ÍR sér til fullnustu og röðuðu inn auðveldum mörkum. Selfoss var því undir 12-17 í hálfleik og full mikil forysta hjá ÍR.

663325

 

Hálfleikurinn fór eitthvað illa í Selfoss og byrjaði liðið skelfilega fyrstu 5 mínúturnar og staðan 13-20. Liðið gafst þó ekki upp og með mikilli baráttu þá reyndi Selfoss að minnka forskotið. Það gekk þó illa og bætti ÍR bara í og staðan 15-23. Næst sem Selfoss komst að ÍR í síðari hálfeik var 7 marka munur. Annars átti ÍR vörnin í litlum vandræðum með lélegann sóknarleik Selfoss. Þeir bættu því bara í og náðu 10 marka forystu 17-27 og 10 mínútur til leiksloka. Selfoss náði aðeins að laga munin eða þar að segja um eitt mark staðan 21-30 og 5 mínútur til leiksloka. Það var því löngu orðið ljóst hvaða lið væri að fara leika til úrslita, þó mátti sjá hvern einasta Selfyssing í stúkunni standandi og klappandi. Þvílíkir stuðningsmenn sem við eigum. Það dugði þó lítið til því að ÍR innbyrgði góðan sigur á baráttuglöðum Selfyssingum 25-34.

Það var 10 mínúta kafli á milli fyrri hálfleiks og síðari hálfleiks sem varð liðinu að falli í kvöld. Þennan kafla vann ÍR 2-7. Forystan var því of mikil í hálfleik og verkefnið því mikið erfiðara. Selfoss náði aldrei upp vörninni sinni og þar af leiðandi varð markvarslan ekki nógu góð. Sóknin var á löngum köflum stirð, en liðið náði þó inn 25 mörkum. Þessi leikur fer bara í reynslubankann enda flestir að spila í fyrsta skiptið jafn stóran leik og þennan. Við megum þó vera stolt af unga liðinu okkar og framtíðin klárlega björt. Selfyssingar sem fjölmenndu á leikinn og mynduðu ógleymanlega stemmingu ásamt skemmtilegu stuðningsmannaliði ÍR. Þið eigið þúsund þakkir frá okkur í Selfoss. Þið eruð einfaldlega lang bestu stuðningsmenn Íslands. Takk fyrir okkur!

Áfram Selfoss!!

Tölfræði:

Hörður M 7/15, 1 stoðsending, 4 tapaðir boltar  og 7 brotin fríköst

Einar S 6/12, 4 stoðsendingar,  2 tapaðir boltar

Matthías Örn 2/7, 3 tapaðir boltar, 2 fráköst og 6 brotin fríköst

Hörður Gunnar 2/5 og 1 frákast

Sverrir P 2/2 og 1 frákast

Sigurður Már 1/3, 1 varið skot og 1 brotið fríkast

Gunnar Ingi 1/3, 2 stoðsendingar

Einar Pétur 1/3, 2 fráköst og 3 brotin fríköst

Ómar Vignir  1/1 og 7 brotin fríköst

Örn Þ 1/2, 3 stoðsendingar

Andri Már 1/2, 2 tapaðir boltar og 1 frákast

Magnús Már  1 tapaður bolti

 

Markvarsla:

Helgi varði 13/1 og fékk á sig 30(30%)

Hemmi fékk á sig 4 en varði ekkert (0%)