Bókari Umf. Selfoss með Frískum Flóamönnum í München

Frískir Flóamenn og Abba
Frískir Flóamenn og Abba

Í byrjun október hélt nítján manna hópur Frískra Flóamanna í víking til Þýskalands til að taka þátt í Munchen-maraþoni sem fram fór 11. október.

Í Munchen var boðið upp á maraþon (42 km) hálfmaraþon (21 km), 10 km og maraþonboðhlaup. Frískir Flóamenn voru meðal 51 íslenskra hlaupara sem tóku þátt og voru fjölmennastir íslensku þátttakendanna.

Tíu Frískir Flóamenn hlupu maraþon og voru fimm þeirra að fara sitt fyrsta maraþon. Þar á meðal var Aðalbjörg Skúladóttir bókari Umf. Selfoss. Aðrir hlupu 21 km eða 10 km og voru sumir þeirra að fara sitt fyrsta keppnishlaup. Svo voru þarna reynsluboltar sem ekki hafa tölu á sínum keppnishlaupum. Allir stóðu sig vel en umfram allt nutu daganna með bros á vör.

Ferðin tókst í alla staði mjög vel og eru Frískir þegar farnir að ræða næstu utanlandsferð að því er fram kemur á vefsíðu HSK.

Aðalbjörg eða Abba eins og hún er kölluð er sjötta f.v. á myndinni.